Áhugaverðar staðreyndir um íslenskan áliðnað 2012

Á síðasta ári greiddi áliðnaðurinn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð 40 milljarða króna, fyrir utan raforkukaup. Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessu. Innlend útgjöld áliðnaðar námu samtals rúmlega 100 milljörðum króna, eða sem samsvarar 275 milljónum króna á degi hverjum. Þetta er meðal þess sem finna má í nýju upplýsingariti sem gefið var út í tengslum við ársfund Samáls.

Hér má hlaða niður staðreyndaskjalinu.

 

Sjá einnig