Undanfarin ár og áratugi hefur byggst upp öflugur klasi með hundruðum fyrirtækja og stofnana sem tengjast áliðnaðinum á Íslandi. Álklasinn var stofnaður formlega í júní 2015 og standa að því klasaframtaki á fjórða tug fyrirtækja og stofnana. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álvera á Íslandi.
Lesa meira