Jón Hjaltalín tekur á móti viðurkenningunni
Jón Hjaltalín tekur á móti viðurkenningunni

Umhverfisvæn íslensk álframleiðslutækni fær viðurkenningu á alþjóðlegri ráðstefnu í Sviss.

Tæknisetur og Arctus Aluminum hafa undanfarin ár unnið að þróun á nýrri kolefnislausri álframleiðsluaðferð. Arctus tæknin er bæði orku og umhverfisvæn, því við álframleiðsluna myndast bara ál og súrefni. Verkefnið hefur gengið vel og er búið að byggja og starfrækja tilraunaverksmiðju hjá álveri í Þýskalandi með þessari tækni. Arctus tæknin er jafnframt í lykilhlutverki í evrópska rannsóknarverkefninu REVEAL sem Tæknisetur leiðir. Verkefnið gengur út á að þróa einfalda og aðgengilega orkuhringrás með sem minnsta kolefnisfótspori. Hringrásin byggir á því að nota álperlur sem orkugjafa til framleiðslu á orku á formi vetnis og hita. Við orkulosunina oxast álið og það breytist aftur í súrál. Súrálið er svo hráefnið sem Arctus tæknin notar til framleiðslu á álperlum með hreinni raforku á Íslandi. Þannig er hrein raforka geymd í formi álperlanna, tilbúin til losunar þegar þörf er á, sjá skýringarmynd

kynntu þessa nýju tækni nýverið á alþjóðlegri ráðstefnu í Sviss um málma sem orkugjafa: International Symposium on Renewable Metal Fuels - ReMeF 2025. Á ráðstefnunni kynntu sérfræðingar Tækniseturs: Dr. Rauan Meirbekova og Daníel Gunnarsson, verkfr. nýju álframleiðslutæknina og Jón Hjaltalín forstjóri Arctus kynnti fyrirtæki sitt og hvernig tæknin verður nýtt í álverum í framtíðinni. Fékk Jón sérstaka viðurkenningu fyrir fyrirlestur sinn og hina íslensku álframleiðslutækni. Ráðstefnan beindi kastljósinu að nýtingu málma sem orkugjafa í framtíðinn en þess má geta að einn rúmmetri af áli inniheldur tvöfalt meiri orku en olía og tíu sinnum meiri orku en vetni. Notkun þessara orkugjafa er einkum hugsuð að vetri til í Evrópu þegar ekki er hægt að fanga sólarorku og má einnig hugsa sér að nota á svo kölluðum köldum svæðum án jarðhita á Íslandi svo sem í Færeyjum og á Grænlandi

Sjá einnig