- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Á þeim 50 árum sem liðin eru frá því að álframleiðsla hófst hér á landi hefur landsframleiðsla á mann farið úr því að vera 2,4 m.kr. í 7,9 m.kr á verðlagi ársins 2018, og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 275%. Fjölbreytni útflutnings hefur jafnframt aukist en útflutningur iðnaðarvara hefur á þessum tíma farið úr 11 mö.kr. í 321 ma.kr. Vegur þar þyngst aukningin í útflutningi álsins en í fyrra voru flutt út 882 þúsund tonn af áli fyrir um 230 ma.kr. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri greiningu SI um áhrif álframleiðslu á efnahagslífið á Íslandi á síðustu 50 árum með yfirskriftinni Álið sterk stoð í 50 ár.