Samfélagsskýrslur álveranna - tilvalin lesning í rigningunni

Nú hafa öll álverin á Íslandi birt sínar samfélagsskýrslur, en þar eru birtar helstu niðurstöður rekstrar síðasta árs ásamt áhugaverðum fróðleik um reksturinn. Öll leggja álverin á Íslandi mikla áherslu á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð ásamt því að leggja sig fram um að reynast starfsfólki fyrirmyndar vinnustaðir.

Fjarðaál

Þorri starfsfólks Alcoa Fjarðaáls býr í Fjarðabyggð eða Fljótsdalshéraði. Heildarfjöldi starfsfólks er 566, þar af 136 sérfræðingar og stjórnendur.

Árið 2023 vörðu Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) samtals rúmum 59 milljónum króna í styrki til hinna ýmsu samfélagsverkefna, fyrst og fremst á Austurlandi.

Samfélagsskýrsla Fjarðaáls

ISAL

Ísal framleiðir um 250 vörutegundir til 55 viðskiptavina. Allar afurðir ISAL fara inn í framleiðsluferla hjá viðskiptavinum sem stuðla að aukinni sjálfbærni. Öll framleiðsla ISAL er flokkunartæk.

Hjá ISAL starfa 370 manns með ólíkan bakgrunn, en þar innandyra er mikil fjölbreytni og gríðarleg þekking enda eru margir starfsmenn ISAL með mjög langan starfsaldur. Þar er enda starfsmannavelta lítil sem segir talsverða sögu um kjör og aðbúnað starfsfólks.

Loftlagsmál eru forgangsmál hjá ISAL og stefnir fyrirtækið að kolefnishlutleysi árið 2040. ISAL er m.a. í samstarfi við Carbfix að kanna fýsileika þess að fanga CO2 frá kerskálum.

 

Samfélagsskýrsla Ísal

 

Norðurál

Norðurál hefur sett sér metnaðarfull markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda utan viðskiptakerfis ESB skuli árið 2030 hafa dregist saman um a.m.k. 40% miðað við árið 2015. Árið 2023 nam samdráttur í losun 45% og er upphaflegu markmiði því þegar náð.

Starfsemi Norðuráls er ASI vottuð. Vottunin staðfestir að starfsemi og viðskiptahættir fyrirtækisins eru samfélagslega ábyrg og framúrskarandi á sviði umhverfisvænnar framleiðslu.

Samfélagsskýrsla Norðuráls

Sjá einnig