Eru álver öruggir vinnustaðir?

Öryggismál eru forgangsatriði hjá álverum og endurspeglast sú staðreynd í öllu starfi þeirra. Allt er lagt upp úr því að það séu slysa- og tjónalausir vinnustaðir. Um öryggismenningu álvera hefur víða verið fjallað, meðal annars í staðreyndaskjali Samorku, samtaka orkufyrirtækja, frá 3. apríl árið 2009:

„Orku- og veitufyrirtæki leggja mjög mikla áherslu á öryggismál og eiga m.a. gott samstarf um þau á vettvangi Samorku. Á engan er þó hallað þegar fullyrt er að stóriðjufyrirtækin hafi lengi verið í fararbroddi á þessu sviði á íslenskum vinnumarkaði og innleitt hér vinnubrögð sem verið hafa öðrum til eftirbreytni.“

Hér má lesa um öryggismál hjá álverum á Íslandi.

Alcoa Fjarðaál 

Norðurál

Rio Tinto Alcan

Hér má lesa erindi Gunnars Guðlaugssonar framkvæmdastjóra Norðuráls á Grundarganga frá 2015 um öryggismál.

Fjallað er um Öruggt atferli og öryggismál hjá Norðuráli í tímaritinu PMeZine.

Sjá einnig