- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Já. Öll störf sem unnin eru í álverum henta bæði konum og körlum. Hlutfall kvenna í álverum á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og þau hafa öll skýra jafnréttisstefnu.
Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála þegar þau voru veitt í fyrsta skipti á ráðstefnunni „Aukið jafnrétti – aukin hagsæld“ vorið 2014. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, UN Women á Íslandi, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Samtök atvinnulífsins.
Við það tækifæri sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra: „Stjórnendur fyrirtækisins hafa með eftirtektarverðum hætti breytt menningu fyrirtækisins svo bæði kynin eiga þar nú jafna möguleika til að starfsframa og þar er stuðlað að launajafnrétti. Árangur fyrirtækisins er sérstaklega eftirtektarverður þar sem starfssvið þess var um áratugaskeið álitið starfsvettvangur karla fremur en kvenna. Forstjóri fyrirtækisins hefur, ásamt stjórnendateymi sínu, aukið vitund í samfélaginu um kynjajafnrétti og sýnt að jafnrétti stuðlar að aukinni hagsæld.“
Hér má lesa um jafnréttismál Rio Tinto Alcan.
Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls eru um 450 talsins. Nær þriðjungur starfsliðsins er konur sem er hæsta hlutfall sem þekkist í álverum Alcoa í heiminum. Hér má lesa um starfsmannastefnu og jafnréttismál fyrirtækisins.
Fjarðaálsfréttir árið 2015 voru helgaðar viðtölum við konur. Hér má lesa þetta skemmtilega blað.
Hér má lesa starfsmannastefnu Norðuráls, sem nær einnig til jafnréttismála.