Hafa álver á Íslandi stefnu í samfélagsábyrgð?

Öll álverin hafa stefnu í samfélagsábyrgð, þar sem horft er til hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og stefnt að því að ná jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta til lengri tíma litið. Þau veita á hverju ári háa styrki til samfélagsmála og námu styrkirnir rúmum 90 milljónum árið 2022.

Nánar má fræðast um það á heimasíðum álveranna sjálfra.

Norðurál

Í Grænu bókhald Norðuráls á Grundartanga er að finna yfirlit yfir starfsemi og rekstur fyrirtækisins, umhverfis-, öryggis- og samfélagsmál. Ritið er sent til íbúa í nágrannasveitarfélögum en hér er það einnig aðgengilegt á rafrænu formi.

Rio Tinto Alcan

„Samfélagið og við“ er yfirskrift stefnu Rio Tinto Alcan um samfélagsábyrgð. 

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð og má lesa það hér.

Alcoa Fjarðaál

„Hluti af heild“ er yfirskrift stefnu Alcoa Fjarðaáls um samfélagsábyrgð.

Hér má fræðast um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi

Sjá einnig