- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Álframleiðsla í heiminum hefur aukist um liðlega 6% fyrstu 8 mánuði þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt spá samtaka evrópskra álframleiðenda, EAA, stefnir framleiðsla og sala áls í um 45 milljónir tonna á þessu ári og hefur aldrei verið meiri. Vöxtur hefur verið á öllum helstu markaðssvæðum en mestur í Kína.
Aukin eftirspurn í bílaiðnaði og flugvélaframleiðslu skýrir einna helst þessa aukningu á milli ára en samhliða hækkandi orkuverði leita framleiðendur nú leiða til að létta bifreiðar og flugvélar til að draga úr eldsneytisnotkun þeirra.
Spár aðildarfyrirtækja gera ráð fyrir frekari aukningu á næsta ári og muni heildarframleiðsla nema rétt tæpum 49 milljónum tonna eða sem samsvarar nærri 9% aukningu frá áætluðu framleiðslumagni þessa árs. Gert er ráð fyrir að framleiðsla á Evrópumarkað breytist lítið á milli ára vegna efnahagsástandsins í álfunni en góður vöxtur verði á öðrum markaðssvæðum.
Mikil aukning hefur orðið á álframleiðslu í Miðausturlöndum vegna nýrra verksmiðja sem þar hafa verið teknar í gagnið á liðnum misserum. Stefnir ársframleiðsla þar í 3,5 milljónir tonna í ár sem samsvarar aukningu upp á tæp 800 þúsund tonn.