- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Á ársfundi Samáls sem haldinn var á Grand Hótel í dag var fjallað um hagræn áhrif íslenska áliðnaðarins á samfélagið.
Meðal þess sem fram kemur í bæklingi, sem dreift var á fundinum, er að á síðasta ári greiddi áliðnaðurinn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð 40 milljarða króna, fyrir utan raforkukaup. Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessu. Gera má ráð fyrir að afleidd störf vegna starfsemi í áliðnaði séu um 5000.
Árið 2012 námu fjárfestingar í álfyrirtækjunum 30 milljörðum, sem var nærri 20% allra fjárfestinga á landinu. Þá eru ótaldar fjárfestingar í orkumannvirkjum sem eru til komnar vegna áliðnaðarins.
Nýjar kannanir sýna að jákvæðni í garð íslensk áliðnaðar fer vaxandi. Um 60% telja að íslensk álfyrirtæki sinni umhverfismálum vel og tæplega 90% að þau hugi vel að öryggismálum. Þá telja tæp 66% að íslensk álfyrirtæki styðji vel við samfélagsverkefni.
Sjá nánar í meðfylgjandi PDF skjali.