- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Norðurál Grundartanga og norska lofthreinsifyrirtækið Ocean GeoLoop AS og hafa undirritað viljayfirlýsingu um föngun kolefnis, CO2. Með samstarfinu er stefnt að því að álframleiðsla Norðuráls verði að fullu kolefnishlutlaus. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins sem lesa má hér.
„Með tæknilausnum okkar og góðri samvinnu við Norðurál ættum við að geta náð því markmiði að draga úr alveg úr kolefnislosun frá álframleiðslu. Umrædd tækni styðst við vatnsaflsvél sem nýtir CO2 frá álverinu til raforkuframleiðslu sem skilar sér síðan í sjálfvirkri kolefnistökulausn fyrir Norðurál,“ segir Odd-Geir Lademo, forstjóri Ocean GeoLoop.
Norðurál er meðal stærstu álvera í Evrópu með yfir 300 þúsund tonna framleiðslu á árs grundvelli.
„Við leggjum áherslu á að starfsemi okkar sé í sátt við umhverfið. Við erum nú þegar leiðandi hvað varðar kolefnisfótspor fyrirtækja. Við erum því ákaflega ánægð að fá tækifæri til að bæta þessari umhverfisvænu lausn við því hún færir okkur nær markmiði okkar um kolefnishlutleysi,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls.