- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Á ársfundi Samáls gerði Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Samáls, áhrif framkvæmda við Kárahnjúka og Fjarðaál á íslenskt efnahagslíf á árunum 2004 til 2007 að umtalsefni. Sagði hann það skjóta skökku við þegar talað væri um að fjárfesting í orkufrekum iðnaði hefði valdið ofþenslu í hagkerfinu á árunum 2004-2007.
Benti Magnús á að Innlendur hluti fjárfestinga vegna Kárahnjúka og Fjarðaáls hefði numið 83 milljörðum króna á þessu tímabili. Á sama tíma hefði skuldsetning atvinnulífs á Íslandi aukist um 2.600 milljarða króna, virði hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefði aukist um 2.600 milljarða því til viðbótar, heildarfjárfestingar á Islandi numið um 1.500 milljörðum og húsnæðislán landsmanna aukist um tæpa 800 milljarða svo fátt eitt væri nefnt. Fjárfestingar tengdar uppbyggingu Fjarðaáls á Austurlandi væru dvergvaxnar í þessu samhengi.