- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Alcoa tilkynnti í dag áform um að minnka álframleiðslu sína í Evrópu um 240 þúsund tonn, eða sem nemur um 5% af heildarframleiðslu fyrirtækisins. Hyggst félagið loka varanlega álveri sínu í Portovesme á Ítalíu auk þess að draga tímabundið úr framleiðslu í tveimur álverum á Spáni.
Í síðustu viku tilkynnti Alcoa að félagið hyggðist minnka framleiðslugetu sína um 12%, eða sem nemur liðlega 500 þúsund tonnum á ári. Þá var tilkynnt um lokanir á framleiðslulínum í Tennessee og Texas í Bandaríkjunum. Lokanirnar í Evrópu koma til viðbótar þessum aðgerðum.
Meginástæða lokananna er fallandi álverð, hækkandi hráefniskostnaður og ósamkeppnisfært raforkuverð í fyrrgreindum álverum, en þau eru meðal óhagstæðustu álvera Alcoa hvað framleiðslukostnað varðar.
Álverinu í Portovesme verður lokað varanlega en um tímabundinn samdrátt er að ræða í álverum félagsins á Spáni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alcoa.
Aðgerðirnar eru liður í almennum aðgerðum félagsins til að lækka framleiðslukostnað á áli, en álverð hefur nú fallið um 27% frá því sem hæst var á síðasta ári.