Álframleiðsla á Íslandi er skynsamlegt framlag til loftslagsmála

Það er nauðsynlegt að halda umræðunni um loftlagsvána á lofti og þá líka að fræða almenning um hið flókna samspil menningar og auðlindanýtingar.

Samkvæmt samantekt Samtaka Evrópskra álframleiðenda hefur frumframleiðsla áls í Evrópu lægst kolefnisspor í heimi, þar sem losun CO2íg er 6,8 tonn fyrir hvert framleitt tonn af áli. Heimsmeðaltal þessa hlutfalls er 16,1. Sé litið til Íslands er þetta hlutfall einungis 1,7 og það lægsta í heimi.

Réttilega hafa losunartölur vegna álframleiðslu á Íslandi lítið lækkað á síðustu árum. Í fyrstu mætti þannig ætla að íslensku álverin væru ekki að leita leiða til þess að draga úr losun. Reyndin er einfaldlega sú að ál framleitt á Íslandi er nú þegar með lægsta kolefnisspor í heimi og það er einfaldlega ekki hægt að gera betur miðað við þá tækni sem við búum við í dag.

Álframleiðendur á Íslandi stefna að kolefnishlutleysi með því að binda þann koltvísýring sem losnar í framleiðslunni og leggja álverin öll talsverða fjármuni í stuðning við nýsköpun og þróun á lausnum sem gætu gagnast í þeim tilgangi.

Ál leikur lykilhlutverk í orkuskiptunum, það er létt, endingargott og það er auðvelt að endurvinna. Ál framleitt á Íslandi er með lægsta kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er því skynsamlegt framlag þjóðarinnar til loftlagsmála.

 

Nánar á Heimildinni

Sjá einnig