Magnús Þór Ásmundsson stjórnarformaður Samáls ræddi um álrafhlöður á ársfundi samtakanna í síðustu v…
Magnús Þór Ásmundsson stjórnarformaður Samáls ræddi um álrafhlöður á ársfundi samtakanna í síðustu viku.

Álrafhlöður í bíla og síma

Ál mun spila stórt hlutverk í þróun rafhlaðna á næstu árum. Þetta sagði Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Alcoa Fjarðaáls, á ársfundi Samáls á miðvikudaginn. Trausti Hafliðason skrifaði frétt um málið í Viðskiptablaðið, en fjallað er um það á Vb.is. Þar segir:

„Álið  hefur eiginleika til að geyma mikið orkuinnihald, hleðslugetan er mikil  og hleðslutíminn er stuttur en á sama tíma getur það skilað orku hratt  af sér," sagði Magnús Þór.

„Flest okkar sem eru með rafhlöðu í vasanum í  símanum okkar og vafalaust hafa einhverjir upplifað það panikk ástand að lenda utan þjónustusvæðis eða verða batteríslaus. Það er til nafn fyrir það — það er kallað nomophobia. Álið mun kannski ekki leysa vanda nomophobíunnar en að öllum líkindum mun álið bjóða upp á nýjan valkost í stað lithíum-ion rafhlaðna — ál-ion rafhlöður. Auk þess að bæta endingartíma og stytta hleðslutíma myndi álrafhlaða vera öruggari með tilliti til eldhættu."

Magnús sagði einnig að álrafhlaðan gæti valdið byltingu í þróun rafbíla.

Nánar  er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast  pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Sjá einnig