- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 18. maí næstkomandi undir yfirskriftinni Grunnstoð í efnahagslífinu. Boðið verður upp á morgunverð frá 8:00, en fundurinn hefst 8:30.
8:00: Morgunverður
8:30: Ársfundur
Fundinum lýkur 10:00 og verður þá boðið upp á kaffi og pönnukökur af íslenskum pönnum, ásamt forvitnilegri sýningu á fleiri hlutum úr smiðju Málmsteypunnar Hellu, en það fjölskyldufyrirtæki hefur um áratuga skeið framleitt hluti úr áli sem ýmist er endurunnið eða frumframleitt hér á landi.
Hér má sjá myndskeið um hönnun verðlaunagrips í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem unninn var í samstarfi Garðars Eyjólfssonar lektors við LHÍ og Málmsteypunnar Hellu.
Hér má sjá umfjöllun um ársfund Samáls í fyrra og hér er myndskeið með stuttri samantekt.
Hér geturðu skráð þig á fundinn.