- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Forstjóri Norðuráls segir í samtali við Helga Bjarnason í Morgunblaðinu að ekki hafi verið hætt við álver í Helguvík þrátt fyrir að móðurfélagið, Century Aluminium, hafi fært það niður í bókum sínum í kjölfar gerðardóms í deilum fyrirtækisins við HS Orku um verð fyrir orku til álversins.
Í tengslum við uppgjör Century og Norðuráls fyrir fjórða ársfjórðung nýliðins árs var gert virðisrýrnunarpróf vegna þess kostnaðar sem færður hafði verið til eignar vegna uppbyggingar í Helguvík. Niðurstaðan varð sú að eignin var færð niður um 152,2 milljónir dollara sem svarar til 16 milljarða króna.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að í þessu felist ekki ákvörðun um að hætta við uppbyggingu í Helguvík. Framhaldið ráðist af möguleikum á orkuöflun á samkeppnishæfu verði í framtíðinni.