Ein af forsendum álvers brestur

Hugmyndir stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að loka hluta sumars sjúkrasviði og þar með bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað vekur hörð viðbrögð. Forstjóri Alcoa á Íslandi segir að við það myndi ein forsenda þess að álver var reist við Reyðarfjörð bresta, að því er fram kemur í frétt Ruv.is.
 

Í fréttinni segir ennfremur:

Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað er bráðamóttaka og þeir sem slasast alvarlega á Austurlandi eru sendir þangað. Nú þurfa stjórnendur HSA hinsvegar að skera niður og hafa lagt til að sjúkrasviði sem er lyflækningdeild, fæðingardeild og skurðdeild verði lokað yfir hásumasrið. í Álveri Alcoa á Reyðarfirði hafa stjórnendur áhyggjur af afleiðingum þess ef fullbúinni bráðamóttöku yrði lokað enda er álverið 900 manna vinnustaður.

„Ef að kemur til lokunar á bráðasviði sjúkrahússins í Neskaupstað þá er það ákveðinn forsendubrestur í rekstri fyrirtækisins. Öryggi starfsmanna yrði ógnað og við erum ao reyna að laða til okkar hæft starfsfólk og halda því; það mun okkur ekki takast ef að grunnþjónustan er ekki til staðar,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi.

Í álverinu er rekin lítil sjúkrastofa og þar er hægt að taka á móti slösuðum. Þaðan eru þeir sendir á fjórðungssjúkrahúsið eins og aðrir sem slasast í fjórðungnum. „Í fyrra voru lagði inn á þremur mánuðum í fyrra sumar um 270 sjúklingar ýmist bráðveikir eða með bráðan hjúkrunarvanda. Það þyrfti þá að senda þá í burtu,“ segir Björn Magnússon, forstöðulæknir FSN.

Lokun í 6-8 vikur yfir hásumarið myndi bitna á öryggi sjómanna segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Ef við horfum á Norðfjörð þá erum við með um 500 sjómenn á miðunum hér rétt fyrir utan, austur af landinu á þessum tíma. Þetta er náttúrulega gríðarleg skerðing á öryggi þessa fólks. Og ráðherra heilbrigðismála hlýtur að velta fyrir sér hæfni yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunnar Austurlands. Ef hún er ekki hæf til að reka hér heilbrigðisþjónustu á því sem er skammtað þá er bara tvennt í boði; að skipta stjórninni út eða skammta henni meira fé.“

Sjá einnig