Alcoa Fjarðaál rekur álver á Reyðarfirði. Einar starfaði síðast hjá Elkem og hefur meðal annars gegnt stöðu forstjóra, ráðgjafa, yfirmanns ferlaþróunar og umdæmisstjóra í Asíu. Einar hefur starfað á starfstöðvum Elkem á Íslandi, í Frakklandi og í Kína.
Greint er frá þessu í tilkynningu frá Fjarðaáli en Einar er menntaður vélvirki, vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Álaborgar háskóla. Sérsvið hans eru viðskipta- og stefnumótun, markaðssetning, ferla- og rekstrarstýring og hagræðing í aðfagnakeðju.
Eiginkona Einars er Edda Elísabet Kjerúlf, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Einar mun flytja frá Reykjavík til Austurlands eftir að hann tekur við starfinu.