- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Í áramótablaði Viðskiptablaðsins er viðtal við Rannveigu Rist forstjóra álversins í Straumsvík, þar sem litið er til ársins sem er að líða og eins rýnt í framtíðina.
Hvernig var árið 2017 þegar á heildina er litið?
Árið 2017 var býsna gott. Framleiðslan hjá okkur í Straumsvík hefur gengið afar vel á árinu þökk sé frábæru framlagi starfsmanna sem hafa unnið virkilega gott starf. Nýtt framleiðslumet verður slegið á árinu og við upplifum aukna starfsánægju hjá ISAL. Þá er afkoman heldur að batna með hækkandi álverði þó að hráefnaverð hafi hækkað.
Hvað fannst þér ganga vel á árinu?
Það tengist ekki beint velgengni en í mínum huga var eitt af því mikilvægasta sem
gerðist á árinu þessi #metoo bylting. Ég er þakklát þeim konum sem hafa stigið fram
og mótmælt margvíslegu ofbeldi gagnvart konum. Ég trúi því að þetta muni stuðla
að raunverulegum breytingum. Enn er margt óunnið í jafnréttismálum enda
njóta konur ekki jafnræðis á mörgum sviðum samfélagsins.
Hverjar eru væntingar þínar til næsta árs?
Næsta ár verður spennandi fyrir okkur í Straumsvík. Rio Tinto tilkynnti í september
síðastliðnum að fyrirtækið væri að endurskoða eignarhald sitt á ISAL þannig að við gætum fengið nýjan eiganda að fyrirtækinu.
Hver eru mikilvægustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar?
Ég óska nýrri ríkisstjórn fyrst og fremst góðs gengis í störfum sínum. Af einstökum verkefnum er í mínum huga brýnast að efla iðn- og tækninám. Skortur á fólki með menntun og hæfni á þessu sviði er þegar farinn að hamla okkur og að óbreyttu mun ástandið einungis versna.