- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Engin merki eru um flúoreitrun í beinum grasbíta í Reyðarfirði þrátt fyrir hækkun á flúorgildi í grasi sl. sumar, sem kom til vegna bilunar í mengunarvarnarbúnaði Fjarðaáls. Þetta sýna niðurstöður rannsókna dýralækna á beinsýnum.
Í skýrslu dýralækna um skoðun á beinsýnum úr ellefu kindum frá bænum Sléttu segir að tennur og kjálkabein sýni engin merki um flúoreitrun. Þó var flúor í beinum yfir þúsund míkgrógrömm á hvert gramm af beinösku og sýndi rannsóknin jafnframt fram á að meðalstyrkur flúors hefur aukist frá árinu 2006, eða áður en Fjarðaál hóf framleiðslu.
Í kjölfar þess að starfsmenn Fjarðaáls áttuðu sig á biluninni var Náttúrustofu Austurlands, Tilraunstöð Háskóla Íslands á Keldum og Nýsköpunarmiðstöð falið að kanna áhrif mengunarinnar á heyfeng og grasbíta í firðinum. Byrjað var að kanna ástand heyfengs og leiddi sú rannsókn í ljós að flúor í heysýnum var undir mörkum í 15 sýnum af 17.
Skömmu fyrir áramót bárust síðan niðurstöður dýralæknis á sjónrænni skoðun á þrjátíu grasbítum á svæðinu. Samkvæmt skýrslu hans bendir ekkert til að þeir hafi orðið fyrir flúoreitrun af völdum þessarar tímabundnu flúoraukningar í útblæstri frá Fjarðaáli. Þar sem hluti grasbíta í Reyðarfirði étur enn hey af umræddum túnum í Reyðarfirði verður áfram fylgst með ástandi bústofns.