Raforka á Íslandi er auðlind.
Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun.
Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi.
„Orkufrekur iðnaður er ein þeirra leiða sem við Íslendingar höfum farið til skapa erlendar tekjur og atvinnu. Á síðustu öld brutumst við úr mikilli fátækt til hagsældar á grunni vaxandi útflutnings. Tekjur af fiskveiðum komu okkur áleiðis en síðan kom vaxandi orkuframleiðsla og ferðaþjónusta. Þessir þrír hornsteinar erlendra tekna skila hver um sig fjórðungi alls gjaldeyris Íslendinga“. – Sigurður S. Arnalds