Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Rio Tinto á Íslandi fjallar um ál og loftslagsmá…
Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Rio Tinto á Íslandi fjallar um ál og loftslagsmál á umhverfisdegi atvinnulífsins.

Erindi um loftslagsvænt sérmerkt ál á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins nálgast en þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Lausum sætum fer nú fækkandi en meðal þeirra sem taka þátt er Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leiðtogi umhverfismála, hjá Rio Tinto í Straumsvík. Hún flytur erindi í málstofu um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál.

„Í erindinu verður komið inn á hvernig áliðnaðurinn stuðlar að ábyrgari framleiðsluvöru og bregst við lofslagsmálum. Frumframleiðsla á áli kreftst mikillar orku, en það þarf eingöngu 5% orkunnar til að endurvinna álið. Hægt er að endurvinna álið aftur og aftur og mikilvægt er að hringrásin byrji á áli með lágu kolefnisfótspori.“

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 17. október kl. 8.30-12 í Norðurljósum.

Tryggðu þér sæti á vef SA: https://www.sa.is/…/fret…/umhverfisdagur-atvinnulifsins-2018 #umhverfisdagurinn #atvinnulífið

Sjá einnig