- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Endurnýjun samnings Norðuráls við Landsvirkjun um kaup á raforku felur ekki í sér ríkisaðstoð þar sem hann er gerður á markaðskjörum, að því er fram kemur í tilkynningu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag. Í tilkynningunni segir:
Íslensk stjórnvöld tilkynntu ESA um þriðju endurnýjun samnings Landsvirkjunar, um sölu raforku til álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði, í maí 2016. Upprunalegur samningur fyrirtækjanna tveggja var undirritaður árið 1997 en hann hefur nú verið framlengdur tvisvar. ESA lagði mat á samningsskilmálana og þær breytingar sem gerðar voru frá fyrri samningum. ESA kynnti sér auk þess arðsemisútreikninga sem Landsvirkjun og Norðurál lögðu til grundvallar samningnum.
Landsvirkjun lagði fram yfirgripsmikil gögn sem sýna, að mati ESA, að samningurinn er í samræmi við sambærilega samninga sem önnur raforkufyrirtæki á Norðurlöndunum hafa gengist undir. Endurnýjaður samningur er tengdur við markaðsverð raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum og kemur það í stað álverðstengingar í gildandi samningi. Þá er samningurinn arðsamur og skilmálar hans slíkir að einkarekið fyrirtæki myndi samþykkja hann við sambærilegar aðstæður. Því er ekki um að ræða ríkisaðstoð, að mati ESA.
Lesa má um málið á Vísi.is og á heimasíðu EFTA.