Fjarðaál fagnar fimm ára afmæli

Alcoa Fjarðaál fagnaði því um helgina að fimm ár eru liðin frá því framleiðsla hófst í álveri fyrirtækisins á Reyðarfirði. Á þessum fimm árum hafa starfsmenn fyrirtækisins framleitt um 1,6 milljónir tonna af áli og nemur útflutningsverðmæti þess um 400 milljörðum króna. 

Heildargreiðslur Fjarðaáls til innlendra aðila á sama tímabili nema 150 milljörðum króna. Það munar um minna.
 

Um 800 starfsmenn sækja vinnu dag hvern á álverslóðinni. Starfsemi fyrirtækisins hefur því haft mikil áhrif á þróun íbúafjölda á svæðinu enda hefur íbúum á Mið-Austurlandi fjölgað um 1.000 frá því framkvæmdir við Fjarðaál og Kárahnjúkavirkjun hófust.

Tímamótanna var minnst með veglegri afmælisveislu á Reyðarfirði, þar sem boðið var upp á skoðunarferðir um álverið og fjölbreyttra skemmtidagskrá.

Sjá einnig