Fjárfest í nýjum súrálskrana í álverinu í Straumsvík

Fjárfest í nýjum súrálskrana í álverinu í Straumsvík

Nýr súrálslöndunarkrani er væntanlegur á höfnina í Straumsvík en skrifað hefur verið undir samning um kaup á nýjum krana. Hér má lesa umfjöllun Vb.is.  Núverandi löndunarkrani hefur verið á höfninni  í Straumsvík frá því að álverið tók til starfa árið 1969 og er kominn til ára sinna.

Í umfjöllun Vb.is kemur fram að kraninn, eða Heberinn eins og hann er venjulega kallaður í Straumsvík, var upphaflega skóflukrani en var breytt í ryksugukrana árið 1980. Nýi kraninn kemur frá svissneska fyrirtækinu Alesa og byggir á sömu tækni og gamli kraninn en hefur meiri afkastagetu, mengar minna og er mun hljóðlátari.

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi og Patrick Ernst forstjóri Alesa skrifuðu undir samninginn.Verðmæti hans er ríflega einn milljarður króna. Gert er ráð fyrir að nýi kraninn verði komið í gagnið í árslok 2018 eða snemma árs 2019.

Sjá einnig