- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Umhverfisvöktun vegna álversins á Grundartanga sýnir að áhrif álvers Norðuráls á lífríkið eru óveruleg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli, sem fjallað er um á Visir.is, en hægt er að sjá skýrslu um umhverfisvöktunina hér.
Í tilkynningunni segir að niðurstöður fyrir árið 2013 sýna að Norðurál er vel undir öllum viðmiðunarmörkum sem fyrirtækinu er sett í starfsleyfi og reglugerðum. Þeir þættir sem eru vaktaðir eru andrúmsloft, úrkoma, ferskvatn, kræklingur, sjávarset, gras, lauf, barr, sauðfé og hross.
Rannsóknirnar eru gerðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðilum. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að þær kröfur sem settar séu á Norðurál séu einhverjar þær ströngustu í heiminum.
„Þessi góði árangur er alls ekki sjálfgefinn. Til að hann náist þarf reksturinn að vera góður og í jafnvægi. Það kallar á öfluga liðsheild, hæfni og kunnáttu starfsfólks Norðuráls og að búnaður uppfylli ströngustu gæðakröfur. Við erum sérstaklega ánægð með þessar niðurstöður umhverfisvöktunarinnar,” segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls í tilkynningunni.