- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Ætla má að hækkun álverðs hafi aukið tekjur íslensku álveranna um ríflega 70 milljarða króna í fyrra. Þá hafa hækkanir undanfarið aukið tekjurnar en álverð hefur hækkað um 500 dali frá því í desember.
Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, segir orkukreppu í Kína og Evrópu hafa dregið úr framleiðslu á áli. Af þeim sökum séu íslensku álverin undir þrýstingi að auka framleiðsluna. Vegna skerðinga á raforku sé hins vegar útlit fyrir að framleiðsla álveranna muni dragast saman í ár.
„Skerðingar Landsvirkjunar eru nauðsynlegar og skiljanlegar en koma á óheppilegum tíma fyrir orkusækinn iðnað á Íslandi og orkufyrirtækin. Það er ekki auðveld staða fyrir álverin á Íslandi að vera að framleiða minna en þau ætluðu að gera. Það er hart sótt á sölusamninga vegna skorts og tjón vegna skerðinganna er því miður töluvert,“ segir Páll um stöðuna á markaði. Nánar má lesa um stöðu álmarkaða í Morgunblaðinu.