- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
„Norsk Hydro hefur samið við íslensku verkfræðistofuna HRV Engineering um verkfræðiráðgjöf og verkefnastjórnun í tengslum við byggingu tilraunakerskála í álveri Hydro í Karmøy í Noregi,” að því er fram kemur í frétt Stefáns E. Stefánssonar í Viðskiptafréttum Morgunblaðsins í dag. Í fréttinni segir ennfremur:
„Karmøy álverið hefur að markmiði að nýta hagkvæmustu og umhverfisvænstu orkunýtingartækni við rafgreiningu sem völ er á. Samningurinn felur í sér að HRV mun halda utan um verkefnastjórnun, verkfræðihönnun, innkaup og byggingarstjórnun fyrir nýja skautsmiðju og þjónustuverksmiðju, auk tengdra bygginga. Samningurinn tekur einnig til breytinga á núverandi baðefnavinnslu álversins.
Í febrúar tók Hydro formlega ákvörðun um að ráðast í fjárfestingu á tilraunaverksmiðju í fullri stærð í Karmøy til að staðfesta hagkvæmni framleiðslu á orkunýtingar- og umhverfisvænstu álframleiðslu í heimi. Lokaákvörðun um byggingu verksmiðjunnar, sem er áætlað er að kosti um 3,9 milljarða norskra króna (um 70 milljarða íslenskra króna), veltur á að Hydro tryggi sér öfluga lausn til orkuöflunar. Tilraunakerskálinn mun framleiða 75.000 tonn á ári og áætlað er að framleiðsla hefjist á seinni helmingi ársins 2017.
Þetta er stærsti samningur sem íslensk verkfræðistofa hefur tekið að sér í verkefni af þess tagi erlendis þar sem allir þessir verkþættir eru undir, það er ekki aðeins verkfræðihönnunin heldur verkefnisstjórnunin og framkvæmd í heild. Gert er ráð fyrir að á milli 15 og 20 starfsmenn verði starfandi að verkefninu næstu 2 árin.”