- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls á Grundartanga hefur verið vottað samkvæmt ISO 9001 staðlinum.
Hjá Norðuráli hefur verið kappkostað að verkferlar séu vel skilgreindir og skýrir, og það hefur nú fengist staðfest.
Tilgangur Norðuráls með vottuninni er margþættur. Hún styður við hlutverk og gildi fyrirtækisins og eykur samkeppnishæfni þess.
Norðurál naut ráðgjafar Sigurðar M. Harðarsonar hjá NorCon við innleiðingu gæðakerfisins. British Standards Institute, sem er alþjóðlegur vottunaraðili, annaðist vottunarferlið. Engar athugasemdir komu fram við úttektina sem telst framúrskarandi árangur.
ISO staðlar eru alþjóðleg viðmið í viðskiptum milli fyrirtækja og viðurkenndir til að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri. Hjá Norðuráli er hafinn undirbúningur að innleiðingu ISO 14001 umhverfisstaðalsins og OHSAS 18001 öryggisstaðalsins og er stefnt að vottun árið 2013.