- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskólans og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hlaut í gærheiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Wright.
í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að rannsóknir Ingileifar snúi að grundvallarþáttum í ónæmisvörum við bólusetningu hafa leitt til margra mikilvægra niðurstaða sem bætt hafa lífsgæði manna og aukið lífslíkur.
Forseti Íslands veitti Ingileifi verðlaunin, heiðursskjal og silfurpening með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags Íslendinga, auk þriggja milljóna króna verðlaunafjár frá Alcoa Fjarðaráli og HB Granda, bakhjörlum sjóðsins.
Sjóðurinn er kenndur við Ásu Wright, hjúkrunarfræðing sem ásamt eiginmanni sínum Henry Newcomb Wright, settist að á Trinídad í Vestur-Indíum, sem þá var bresk nýlenda. Ráku hjónin þar plantekru. Á efri árum seldi Ása bújörðina og varð andvirði hennar að sjóði sem stofnaður var ásamt Vísindafélagi Íslands. Sjóðurinn hefur veitt vísindamanni árins verðlaun undanfarin 48 ár.