- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Útgjöld áliðnaðar hér á landi jukust um 14 milljarða króna á milli ára og námu 94 milljörðum króna á síðasta ári. Verðmæti álframleiðslu á árinu 2011 var liðlega 230 milljarðar króna og samkvæmt hagtölum nam útflutningur á áli um 40% af heildarverðmæti útflutningsvara.
Framlag til landsframleiðslu var um 90 milljarðar samkvæmt nýlegri úttekt Hagfræðistofnunar.
Fjárfestingar áliðnaðarins á síðasta ári voru ríflega 28 milljarðar króna og tengdra greina um 14 milljarðar, þannig að í heild er fjárfesting tengd áliðnaði um 43 milljarðar eða 28% af heildarfjárfestingum atvinnuveganna.
Þetta kom fram í erindi Ragnars Guðmundssonar formanns stjórnar samtaka álfyrirtækja á ársfundi samtakanna í gær. Íslensk álfyrirtæki framleiddu 806 þúsund tonn af áli, greiddu liðlega 40 milljarða fyrir raforku, kaup á annarri vöru og þjónustu nam 33 milljörðum, laun voru 14 milljarðar, og opinber gjöld 5,6 milljarðar.