- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
,,Álið léttir byrðirnar“ var yfrskrift ársfundar Samáls sem fram fór í gær, en frammistaða íslensku álveranna í umhverfismálum hefur vakið athygli á heimsvísu.
Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn lækkaði um 6% á síðasta ári. Frá árinu 1990 hefur þessi samdráttur verið 75%. Flúorlosun lækkaði um 6% á hvert framleitt tonn á síðasta ári. Frá árinu 1990 hefur flúorlosun lækkað um 93%.
Þessu til viðbótar, þá nýtur íslenskur áliðnaður þess að nota hreina og endurnýjanlega orkugjafa. Þess vegna er heildarlosun tengd íslenskum áliðnaði, að meðtalinni losun vegna orkuframleiðslu, með því lægsta sem þekkist í heiminum. Þetta kom fram í erindi Ragnars Guðmundssonar formans stjórnar Samís.
,,Það er gríðarlega mikill metnaður hjá okkur á þessu sviði, við höfum á að skipa sérfræðingum sem starfa eingöngu að þessum málum og eigum mikið og gott samstarf við stofnanir og ráðuneyti á þessu sviði.“