- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskan áliðnað að verða undanþeginn nýjum tollum Evrópusambandsins, sem nú skoðar lagalegar leiðir til þess að svo geti orðið, að því er fram kemur í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag.
Evrópusambandið samþykkti fyrir skömmu mótvægisaðgerðir sem viðbrögð við nýlegum tollahækkunum Bandaríkjanna. Aðgerðir ESB felast í því að 10% tollur verður lagður á innflutning áls og 25% tollur á innflutning stáls. Tollarnir eru hugsaðir sem gagnaðgerð Evrópusambandsins við þeim tollum sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað á innflutning áls og stáls til Bandaríkjanna.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál, Samtaka álframleiðenda, segir af því tilefni í samtali við Morgunblaðið, að ESB hafi tilkynnt í lok febrúar að kortleggja ætti innflutning á áli, en EFTA-ríkin væru undanskilin því eftirliti.
„Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan áliðnað,“ segir Pétur, „og miðað við þau samtöl sem ég hef átt við utanríkisráðuneytið virðist vera vilji innan ESB að virða EES-samninginn, eins og eðlilegt er.“