- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
„Við styttum vaktir úr 12 tímum í 8 tíma og fækkuðum þannig vinnustundum starfsfólks. Til að mæta því þurftum við að ráða 50 nýja starfsmenn. Þetta varð veruleg kjarabót fyrir fólkið,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Fjarðaáls, í áramótauppgjöri Morgunblaðsins.
„Jafnréttismál eru okkur mikið hjartans mál og við státum af því að vera með hæsta hlutfall kvenna í Alcoa-samsteypunni, eða 24%. Fækkun vinustunda hafði meðal annars þau áhrif að konur hafa skilað sér betur úr fæðingarorlofi en ella. Hér sækja um vinnu konur og karlar, ungir og gamlir. Þetta er mikilvægt, því þá höfum við úr meira úrvali að spila. Jafnrétti og fjölbreytileiki er góður bissness.“