- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL er komið út fyrir árið 2018.
Þar kemur m.a. fram að vinnu lauk við að undirbúa jafnlaunavottun og uppskar ISAL gullmerki PwC 2018 fyrir árangur á því sviði. ISAL gerði loftslagsáætlun sem miðar að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda utan ETS-kerfisins. Þá voru sjö af heimsmarkmiðum SÞ gerð að sérstökum áhersluatriðum í rekstri ISAL.
Árið 2018 var krefjandi ár í rekstri ISAL. Álverð var lágt á sama tíma og hráefnaverð hefur verið mjög hátt og afkoma fyrirtækisins eftir því. Hins vegar gekk framleiðslan afar vel og nýtt framleiðslumet var slegið í Straumsvík. Framleiðsla kerskála var 212.091 tonn en steypuskáli framleiddi 227.723 tonn.
Í skýrslunni er að finna ítarlega umfjöllun um fólkið í Straumsvík, þá nýsköpunarhugsun sem fyrirtækið tileinkar sér, samfélagsmál og styrki auk efnahagslegra þátta. Eftir sem áður eru umhverfismálin og árangursvísar í umhverfismálum veigamestu þættir skýrslunnar.
Skýrsluna má finna hér.