- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Nýsköpunarmót Álklasans var haldið þriðjudaginn 16. mars í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík.
Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en árið 2020 féll mótið niður vegna Kórónuveirufaraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem voru í gildi. Að mótinu standa Álklasinn, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök iðnaðarins og Samál.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra veitti hvatningarviðurkenningar Álklasans fimm nemendaverkefnum sem öll tengjast áli á einn eða annan hátt. Nemendurnir sem fengu viðurkenningu í ár voru:
Stuðningsaðilar hvatningarviðurkenninganna voru að þessu sinni, Alcoa Fjarðaál, Efla, Íslandsstofa, Landsbankinn, Mannvit, Norðurál, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rio Tinto á Íslandi, Samál og Samtök iðnaðarins.
Við óskum viðurkenningarhöfum hjartanlega til hamingju.
Hægt er að horfa á upptöku frá Nýsköpunarmóti Álklasans með því að smella hér.