- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Tækifæri eru til að auka verðmæti núverandi framleiðslu með breytingum í átt að virðisaukandi starfsemi. Hægt er að auka grunnframleiðslu í núverandi einingum samfara tækniþróun, og bæta við nýjum framleiðslueiningum. Auk þess hefur skapast stór heimamarkaður fyrir fjölbreytt þjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem vinna nú að fjölþættum verkefnum, bæði á Íslandi og erlendis.
"Áliðnaðurinn á Íslandi stendur traustum fótum, fyrirtækin eru vel fjármögnuð og hafa aðgang að hráefnum og mörkuðum um allan heim. Hér hefur stór heimamarkaður myndað álklasa þar sem þjónustufyrirtæki vaxa og dafna og þannig höfum við ná sérstakri samkeppnisfærni á þessu sviði," sagði Ragnar Guðmundsson á ársfundi samtaka álfyrirtækja í dag.