- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
„Norðurál er umbótasinnað fyrirtæki og við erum alltaf að leita leiða til að gera betur. Á það jafnt við um öryggis-, umhverfis- og gæðamál, framleiðslu eða aðra þætti í rekstrinum,“ segir Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga í samtali við Sigurð Boga Sævarsson í Morgunblaðinu.
Þar kemur fram að fyrirtækið sé hið stærsta á Vesturlandi, starfsmenn um 600 talsins, veltan á árinu 2020 hafi verið 77,2 milljarðar króna og framleiðslan á ári sé um 320 þúsund tonn af áli. Sigrún hóf störf hjá Norðuráli árið 2012 og tók við stöðu framkvæmdastjóra álversins í febrúar á þessu ári.
Áliðnaðurinn í landinu stendur vel um þessar mundir; afkoman er ágæt og eftirspurn eftir framleiðslunni mikil, að því er fram kemur í greininni. „Við erum í sterkri stöðu og höfum forskot í samkeppninni. Fólk og fyrirtæki hafa miklar og vaxandi áhyggjur af loftslagsmálum og horfa í auknum mæli á kolefniáhrif framleiðsluþátta.
Stærsti einstaki þátturinn í kolefnisspori álframleiðslu á heimsvísu er raforkan. Á Íslandi er orkan endurnýjanleg og þegar það helst í hendur við stöðugan rekstur og öruggan tækjabúnað getum við framleitt ál sem er það grænasta í heimi,“ segir Sigrún.
Hér má lesa viðtalið við Sigrúnu.