Orkuiðnaður á nýrri öld

„Álklasinn var stofnaður með það að leiðarljósi að skapa aukin verðmæti í greininni,“ sagði Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa og stjórnarformaður Samáls í pallborði um mikilvægi heimamarkaðar í nýsköpun á ráðstefnu Landsvirkjunar og Klak Innovit sem bar yfirskriftina Orkuiðnaður á nýrri öld. 

Magnús sagði ennfremur við þetta tækifæri: „Uppbygging orkuiðnaðar á Íslandi hefur að miklu leyti verið samfara uppbyggingu áliðnaðar og hvor um sig skapað tækifæri og jarðveg fyrir nýsköpun í orku- og orkutengdum iðnaði“.

Margt fleira kom fram á ráðstefnunni. Upptöku af henni má nálgast hér. Þá er frétt um ráðstefnuna á vefsíðu Landsvirkjunar.

 

Sjá einnig