- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Á daginn stýrir Eyrún Linnet rafveitu sem gæti séð Manchesterborg eða Mongólíu fyrir rafmagni í álverinu í Straumsvík. Eftir vinnu saumar hún þjóðbúninga sem hún segir bæði ávanabindandi en einnig að handavinnan færi ró sem sé hægt að líkja við hugleiðslu. Rætt er við Eyrúnu í stuttu innslagi á Mbl.is í nýrri þáttaröð um Fagfólkið.
„Krakkarnir eru svona misjafnlega spennt fyrir því að fara í búninginn. Litlu strákarnir eru svona oftast til í þetta,“ segir Eyrún Linnet, leiðtogi rafveitu hjá álverinu í Straumsvík sem rætt er við í þættinum Fagfólkið hér á mbl.is.
Í þættinum kíkjum við með Eyrúnu í vinnuna en líka í Annríki í Hafnarfirði þar sem áhugafólk um þjóðbúninga og gerð þeirra kemur saman og sækir fróðleik.
Á næstu mánuðum mun almenningi gefast kostur á að kynnast lífi og störfum fólks í iðnaði hér á landi í Fagfólkinu, stuttum og skemmtilegum þáttum á mbl.is. Í síðasta þætti kynntumst við Gunnar Óla Sigurðssyni sem er orkutæknifræðingur og töframaður.