- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fyrsta sinn mánudaginn 3. mars á Hilton Reykjavík Nordica til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.
Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntafyrirtæki ársins, en það eru Isavia, Landsbankinn, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samskip. Tilnefnd fyrirtæki leggja öll áherslu á mikilvægi menntunar og hafa skýra mennta-og fræðslustefnu sem er fylgt eftir. Við mat á tilnefningum voru gæði fræðslunnar metin og kannað hvort mennta- og fræðslustefnan hafi eflt menntun innan fyrirtækjanna og aukið samkeppnishæfni þeirra.
Þá eru fjögur fyrirtæki tilnefnd sem menntasproti árins eða Codland, Landsnet, Leikskólinn Sjáland og Nordic Visitor. Tilnefnd fyrirtæki hafa öll í rekstri sínum lagt aukna áherslu á fræðslu- og menntamál. Við mat á tilnefningum var skoðað hvort farnar hafi verið nýjar leiðir við eflingu menntunar innan fyrirtækjanna og þátttöku starfsmanna í fræðslustarfinu.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, mun tilkynna um hverjir hljóta verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins en SA, LÍÚ, SVÞ, SF, SFF, SI, Samorka og SAF efna til menntadagsins sem stendur frá kl. 13-16.30 á Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.
Á heimasíðu Rio Tinto Alcan er fræðslustefnu fyrirtækisins svo lýst:
Öll álfyrirtækin á íslandi standa fyrir viðamiklu námi í stóriðjuskóla, auk þess sem fræðslan er víðfeðm á ýmsum sviðum, þar með talið í stjórnun, öryggis- og umhverfismálum.