- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Um síðustu helgi tók álverið í Straumsvík á móti fjórum afriðlaspennum, en á meðfylgjandi mynd er einn þeirra hífður að landi, og jafnframt tveimur aðalspennum sem framleiddir voru af ABB í Póllandi. Spennarnir tveir hinir síðarnefndu eru þeir afkastamestu á landinu eftir því sem næst verður komist og munu fullbúnir vega um 150 tonn hvor um sig.
Uppsetning nýju spennanna er hluti af straumhækkunarverkefni Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem er nú í fullum gangi. Með því verður framleiðslugeta fyrirtækisins aukin um 20%, hreinsibúnaður efldur og rekstraröryggi aukið. Samhliða þessu verkefni eru miklar framkvæmdir yfirstandandi í steypuskala álversins sem miða að því að skipta yfir í verðmætari framleiðsluafurð. Alls er um að ræða tæplega 60 milljarða króna fjárfestingu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Rio Tinto Alcan á Íslandi.