Sækjum tækifærin saman - opinn fundur um uppbyggingu í grænum orkusæknum iðnaði

Sækjum tækifærin saman - opinn fundur um uppbyggingu í grænum orkusæknum iðnaði

Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins efna til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu og í beinu streymi fimmtudaginn 24. júní kl. 14.00-15.00. Á fundinum verður horft til framtíðar og leitast við að svara því hvort Ísland sé reiðubúið að taka á móti nýjum grænum orkusæknum iðnaði líkt og stórum gróðurhúsum, ofurgagnaverum, rafeldsneytisvinnslum eða rafhlöðuverksmiðjum. Varpað verður fram spurningum um hvort við höfum þá innviði sem þarf, hvernig tryggja eigi aðstöðuna, orkuna og samstarf fyrirtækja, ríkisvalds, sveitarstjóra og annarra sem málið snertir.

Þátttakendur í dagskrá:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings

Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður hjá atNorth

Sólveig Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli

Fundarstjórn

Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður hjá Landsvirkjun

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI

Streymið er hægt að nálgast á landsvirkjun.is og si.is

 

Sjá einnig