- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
„Íslensk álver eru ásamt annarri stóriðju, flugi og orkuverum hluti af ETS, sem er viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir,“ skrifar Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda í áramótapistli í viðskiptablaði Morgunblaðsins.
„Fyrir árið 2020 er lagt upp með að losun gróðurhúsalofttegunda frá þessum greinum verði 21% minni en árið 2005 og í drögum að stefnumörkun fyrir árið 2030 er gert ráð fyrir að hún verði 43% minni. Dregið er jafnt og þétt úr magni losunarheimilda sem eru til úthlutunar og fyrirséð að verð á þeim muni hækka verulega á komandi árum.
Almennt er viðurkennt að loftslagsmál eru hnattrænn vandi og taka þarf á þeim með hnattrænum hætti. Parísarsamkomulagið var mikilvægt skref í þá átt. Enda þurfa allar þjóðir að vera samtaka, því ef ráðist er í staðbundnar aðgerðir, þá skapast hætta á kolefnisleka milli svæða í heiminum.
Ef álframleiðsla flyst til dæmis frá Íslandi til Kína, þar sem um 90% áls er framleitt með kolaorku og ekki hefur verið komið á kerfi um losunarheimildir, þá hefði það í för með sér að losun gróðurhúsalofttegunda af álframleiðslunni tífaldaðist. Það væri stórt skref aftur á bak.
Barátta umhverfisverndarsamtaka miðar að því að fleiri atvinnugreinar í Evrópu falli undir ETS, skilvirkasta kerfið til að draga úr losun, og að það nái til fleiri landa og heimsálfa. Íslensk stjórnvöld þurfa að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi.“