- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af Ducker Worldwide benda til þess að á næstu tíu árum verði alger sprenging í aukinni notkun áls við smíði nýrra bíla framleiddum í Norður-Ameríku. Greint frá rannsókninni á Mbl.is.
Þar segir ennfremur að talið sé að álnotkunin vaxi um 16 milljónir tonna á tímabilinu, en þess megi geta að Alcoa sé sá álframleiðandi í heiminum sem einkum sjái bifreiðaframleiðendum fyrir áli.
Í rannsókn Ducker komi fram að árið 2025 verði 7 og hverjum 10 pallbílum í Norður-Ameríku verði framleiddir með yfirbyggingu úr áli. Hvað varði framleiðslu fólksbíla og pallbíla í heild segir Ducker að hlutfallið aukist um 18% á sama tímabili í þessari þriðju stærstu heimsálfu heims þar sem um hálfur milljarður íbúa býr. Ford, GM og Fiat Chrysler muni leiða byltinguna.
Notkun áls í bifreiðum léttir þær, dregur úr eldsneytisnotkun og gegnir mikilvægu hlutverki við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.