- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Lengi hefur verið unnið að því að koma á laggirnar eins konar háskólaútibúi á Austurlandi og því voru það mikil tímamót þegar málið komst í höfn og fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, Austurbrúar og atvinnulífs á Austurlandi undirrituðu samstarfssamning á Egilsstöðum. Kennsla fer fram í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði og er áherslan á tæknigreinar og kennslu á staðnum frekar en fjarnám.
„Með því að fá nám í tæknifræði á háskólastigi hingað austur þá er í raun verið að svara kalli atvinnulífsins hvað varðar þessi störf sem okkur vantar helst háskólamenntað fólk í. Það er í þessum tæknifræðigreinum. Þannig að þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur sem erum að reka hér stór fyrirtæki fyrir austan, að fá þessa menntun á svæðið,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, en hún stýrir samskipta- og samfélagsmálum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Hér má sjá frétt RÚV.