Stytt­ist í greiðslu tekju­skatts hjá Alcoa Fjarðaáli

Stytt­ist í greiðslu tekju­skatts hjá Alcoa Fjarðaáli

Starfsemi Alcoa á Reyðarfirði hefur reynst mikil innspýting fyrir atvinnulíf og menningu í Fjarðabyggð síðustu 11 ár. Þar starfa 550 manns, en til viðbótar eru 350 starfsmenn verktakafyrirtækja. Þetta kemur fram í viðtali sem Þóroddur Bjarnason blaðamaður Morgunblaðsins á við Magnús Þór Ásmundsson forstjóra Alcoa Fjarðaáls.

Ennfremur að Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir 81 milljarð króna á síðasta ári og að 36% urðu eftir í landinu. Þá greiddi félagið einn milljarð króna í skatta og opinber gjöld á Íslandi. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri væntir þess að félagið byrji að borga tekjuskatt hér á landi snemma á næsta áratug.

„Upp­haf­leg fjár­fest­ing var 230 millj­arðar króna og því eru ár­leg­ar af­skrift­ir svo mikl­ar að fé­lagið nær aldrei að skila hagnaði til að það fari að borga tekju­skatt. Marg­ir hafa viljað halda því fram að fé­lagið muni aldrei borga tekju­skatt hér á landi, en ég tel lík­legt að það hefj­ist snemma á næsta ára­tug miðað við sömu rekstr­ar­for­send­ur,“ seg­ir Magnús Þór Ásmunds­son í viðtalinu.

Hann bend­ir þó á að það verði mik­il verðmæti eft­ir í land­inu í formi op­in­berra gjalda, launa, kaupa á vör­um og þjón­ustu og sam­fé­lags­styrkja. „Á síðasta ári nam þetta um 29 millj­örðum króna eða um 36% af tekj­um,“ seg­ir Magnús en Alcoa Fjarðaál flutti út vör­ur fyr­ir 81 millj­arð króna á síðasta ári.

 

Hér má lesa viðtalið í greinasafni Morgunblaðsins og hér er frétt um tekjuskattsgreiðslur Fjarðaáls á Mbl.is. 

Sjá einnig