- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
„Upphafleg fjárfesting var 230 milljarðar króna og því eru árlegar afskriftir svo miklar að félagið nær aldrei að skila hagnaði til að það fari að borga tekjuskatt. Margir hafa viljað halda því fram að félagið muni aldrei borga tekjuskatt hér á landi, en ég tel líklegt að það hefjist snemma á næsta áratug miðað við sömu rekstrarforsendur,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, í viðtali í opnu ViðskiptaMoggans.
Hann bendir þó á að það verði mikil verðmæti eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa, kaupa á vörum og þjónustu og samfélagsstyrkja. „Á síðasta ári nam þetta um 29 milljörðum króna eða um 36% af tekjum,“ segir Magnús en Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir 81 milljarð króna á síðasta ári.