Alcoa og Rio Tinto þróa um­hverf­i­s­vænna ál með Apple

„Þetta er nokkuð sem menn hafa látið sig dreyma um að verði að veru­leika einn dag­inn,“ seg­ir Bjarni Már Gylfa­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rio Tinto á Íslandi, í Morg­un­blaðinu í dag, um verk­efni sem Alcoa, rík­is­stjórn Kan­ada, Rio Tinto og Apple standa að.

Verk­efnið snýr að því að losna al­farið við út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda í álfram­leiðslu. Fram kem­ur í til­kynn­ingu sem Alcoa sendi frá sér að stórt skref hafi verið stigið í ferl­inu og stefnt sé að því að verk­efn­inu ljúki og sala á tækn­inni hefj­ist árið 2024.

Bjarni Már seg­ir að langt sé síðan menn hófu rann­sókn­ir sem miðuðu að því að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda við álfram­leiðslu.

Í frétt Mbl.is frá því í gær, kom fram að tækn­iris­inn Apple hef­ur ákveðið að fjár­festa 10 millj­ón­um banda­ríkja­dala í verk­efni sem snýr að því að þróa ál sem er um­hverf­i­s­vænna en það sem þekk­ist í dag. Verk­efnið vinn­ur Apple í sam­starfi við Alcoa og Rio Tinto.

Sam­eig­in­lega verk­efnið kall­ast Elys­is en helsti til­gang­ur þess er að fram­leiða ál sem mynd­ar ekki gróður­húsaloft­teg­und­ir. Um er að ræða tækni sem Alcoa hefur þróað árum saman og fengið Rio Tinto í lið með sér við frekari útfærslu. 

Sam­kvæmt frétt Bus­iness Insi­der um málið er mik­il ál­notk­un Apple ein helsta ástæða þess að það legg­ur í þetta stóra verk­efni með Alcoa og Rio Tinto. Gangi allt að ósk­um mun sala á tækn­inni hefjast árið 2024.

Auk Apple, Alcoa og Rio Tinto munu kanadísk stjórn­völd og Qui­bec-fylki leggja fjár­muni í verk­efni; sam­tals 144 millj­ón­ir doll­ara.

Kan­ada tek­ur þátt en fram­kvæmd­in fer fram í Qu­e­bec-fylki þar í landi. „Þetta mun skapa mörg þúsund störf fyr­ir Kan­ada­búa,“ sagði Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra lands­ins.

Sjá einnig